top of page
bakgrunnur1_stae.jpg

Tölvunotkun og stærðfræði

Að nýta tæknina

Um leið og tækninni fleygir fram þá býður hún upp á möguleika til að styðja við námið með nýjum hætti.

Nemendur fá áður óþekkt verkfæri sem geta hjálpað þeim að kanna og dýpka skilning sinn á undraheimum stærðfræðinnar. Þannig gefst meiri tími til ígrundunar og vangavelta í stað tímafrekra útreikninga.

Markmið

Hér á þessum kennsluvef Námsvefja er ætlunin að setja fram hugmyndir fyrir kennara og verkefni fyrir nemendur sem reyna á stærðfræðileg viðfangsefni um leið og nemendur nýta sér tækni og tölvuforrit.

 

Reynt er að hafa verkefnin hæfilega létt til að byrja með þannig að þau henti byrjendum sem hafa litla eða enga reynslu af notkun forritanna sem stuðst er við jafnvel þó að efnislega séu viðfangsefni stærðfræðinnar miðuð við unglingastig.

 

Ætlunin er fyrst og fremst sú að sýna fram á hvað hægt er að gera í stærðfræðináminu með aðstoð tölvutækninnar. Vonin er sú að verkefni hér verði kveikja fyrir kennara til að útbúa fleiri og dýpri verkefni en hér eru kynnt til sögunnar og að þeir taki flugið með nemendum sínum í þeirra stærðfræðinámi. Takist það, er markmiðinu náð.

bottom of page