top of page
bakgrunnur1_stae.jpg

Reiknigripplur

Leikið með stærðfræði

Reiknigrippla er tilraun til að íslenska „Graspable math“ en það er vefsíða sem gerir notendum kleift að vinna með og "grípa" stærðfræði á gagnvirkan hátt.

 

Notandi getur til að mynda dregið saman líka liði eða æft sig í að vinna með forgangsröð aðgerða á gagnvirkan hátt. Margt fleira mætti nefna.

Horfðu á stutt myndband sem sýnir hvernig vinna með gripplur virkar, smellið hér.

grippla3.jpg

Forgangsröð aðgerða

Forgangasröð reikniaðgerða er eftirfarandi:

1. Svigar

2. Veldi og rætur

3. Margföldun og deiling

4. Samlagning og frádráttur

Æfðu þig í að vinna með forgangsröð reikniaðgerða með því að smella á grippluna hér til hliðar.

Líkir liðir

Hægt er að einfalda stæður með því að leggja saman líka liði.

 

Gripplan hér til hliðar gefur þér tækifæri á að æfa þig í samlagningu líkra liða. Dragðu saman þá liði sem þú telur vera líka og gripplan gefur til kynna hvort hægt er að leggja þá saman eða ekki.

grippla2.jpg
grippla1.jpg

Jöfnur

Með því að smella á grippluna hér til hliðar getur þú dregið liði til og frá og einangrað óþekktu stærðina í jöfnu til að leysa hana.

bottom of page