
Töflureiknir
Notkun töflureikna
Töflureiknar á borð við Excel og Google Sheets geta verið öflugt hjálpartæki í stærðfræði. Með réttri uppsetningu er hægt að láta töflureikni framkvæma fjölda reikniaðgerða á mjög skömmum tíma. Þannig má spara sér handavinnu um leið og hægt er að skoða niðurstöður eða mögulegar útkomur út frá ákveðnum forsendum.
Verkefni hér að neðan hjálpa þér að taka þín fyrstu skref í notkun töflureikna. Byrjum rólega en verkefni neðar á síðunni kynna styrkleika töflureikna, eins og föll og önnur verkfæri, til sögunnar.
Leiðbeiningar miða við notkun á Excel en notkun er sambærileg í öðrum töflureiknum.


Yatzy-stigablað
Töflureiknar geta einfaldað okkur lífið í starfi og í leik.
Í verkefninu hér að neðan er farið í gegnum fyrstu skrefin í notkun töflureikna.
Opnaðu skjalið til að nálgast leiðbeiningar og kennslumyndbönd.
Afsláttur og hækkun
Í daglegu lífi koma prósentur oft við sögu.
Verkefnið hér að neðan gengur út á að setja upp töflur í töflureikni sem gera notanda kleift að slá inn verð og afslátt en töflureiknirinn sér um aðra útreikninga.
Opnaðu skjalið til að nálgast leiðbeiningar.


Hornastærðir
Vissir þú að hornasumma þríhyrnings er 180°? En hver ætli sé stærð hvers horns í reglulegum marghyrningi?
Í verkefninu hér að neðan er töflureiknir notaður til að vinna með og skoða hornastærðir marghyrninga.
Opnaðu skjalið til að nálgast leiðbeiningar.
Ummál og flatarmál
Gott getur verið að kunna að reikna ummál og flatarmál algengra forma en það getur verið seinlegt að skoða hvernig það breytist þegar einni stærð er breytt.
Verkefnið hér að neðan gerir þér kleift að skoða hvernig flatarmál og ummál nokkurra forma breytist þegar ákveðnar forsendur breytast.
Opnaðu skjalið til að nálgast leiðbeiningar.


Goal Seek - Gildisleit
Töflureiknar bjóða upp á mörg öflug verkfæri og föll. Nú skulið þið prófa að vinna með verkfæri sem leitar að heppilegu gildi fyrir notanda í stað þess að hann þurfi sjálfur að prófa sig áfram.
a)
Verkefnið hér að neðan er til að kynnast Goal Seek-verkfærinu í Excel og sýnir hvernig hægt er að nýta það í daglegu lífi.
Opnaðu skjalið til að nálgast leiðbeiningar.
b)
Prófið að nota Goal Seek-verkfærið þar sem það á við í verkefninu um ummál og flatarmál hér að ofan.
Föll og fastir reitir
Töflureiknar hafa innbyggð föll sem gera þá enn öflugri fyrir vikið. Einnig er hægt að nýta sér það að afrita formúlur milli reita til að framkvæma sambærilegar reikniaðgerðir fyrir mörg eða stór talnasöfn.
Í verkefninu hér að neðan er unnið með nokkur föll og afritun á formúlum.
Opnaðu skjalið til að nálgast leiðbeiningar.
