top of page
bakgrunnur1_stae.jpg

Um vefinn og höfund

Um höfundinn

Brynjar Marinó Ólafsson hóf kennslu árið 1998 og útskrifaðist með B.Ed.-gráðu frá Kennaraháskóla Íslands árið 1999. Frá þeim tíma hefur hann kennt eðlis-, efnafræði og stærðfræði á unglingastigi en gengt starfi aðstoðarskólastjóra á höfuðborgarsvæðinu frá árinu 2019.

Útgefið efni:

  • Notkun snjalltækja í stærðfræðikennslu - Tímaritsgrein í Skólaþráðum.

  • Námsspil í stærðfræði – algebru, 2012. Útgefið af Learn Well Trading Ltd. (áður Taskmaster), námsgagnaframleiðanda í Bretlandi. 

  • Stafrænt kennsluefni í stærðfræði, 2011. Útgefið á eigin vegum og selt í grunnskóla.     

  • Hef gert fjölda kennslumyndbanda í stærðfræði í tengslum við eigið kennsluefni (óútgefið) fyrir 8. og 9. bekk. Myndböndin eru opin almenningi á youtube.com.

Um vefinn

Kennsluvefur þessi er afurð sem tengist lokaverkefni höfundar til M.Ed.-prófs á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Efni á vefnum er ætlað að hjálpa nemendum að dýpka skilning sinn á stærðfræði með aðstoð tækninnar og hvernig hægt er að nýta hana í tengslum við svokallað blandað nám.

 

Í greinargerð, sem einnig er hluti af lokaverkefninu og er að finna neðar á þessari síðu, er m.a. komið inn á hvernig blandað nám getur stutt við einstaklingsmiðun í námi og hvað þarf að hafa í huga þegar ætlunin er að nýta tölvur, forrit og upplýsingatækni til að dýpka skilning nemenda í stærðfræðinámi. Fjallað er um hvernig blandað nám getur gefið nemendum tækifæri til að hafa áhrif á eigin námshraða og efnisval en einnig er skoðað hvernig nýta má upplýsingatækni við stærðfræðikennslu og fjallað um leiðir til að nýta tölvur og forrit sem viðbót í náminu.

 

Markmið með vefnum er að búa til vettvang fyrir kennara til að sjá möguleika við að nýta tölvur og tækni í stærðfræðinámi og þannig hvetja þá til að vinna áfram með tæknina í sinni stærðfræðikennslu.

 

Efnistök og framsetning er þannig að nemendur eiga að geta unnið að miklu leyti sjálfstætt í efni á vefnum og stýrt því sjálfir á hvar og hvenær þeir vinna í efninu sem og hversu hröð yfirferð þeirra er.

bottom of page