top of page
bakgrunnur1_stae.jpg

Kennslumyndbönd

Virkt áhorf

Kennslumyndbönd eru góð leið fyrir nemendur til að nálgast útskýringar og kynningar á efni á þeim tíma og hraða sem þeim hentar. Hægt er að stilla hraða afspilunar en einnig er tilvalið að gera hlé á afspilun til að skoða betur og ígrunda það sem er á skjánum.

Hér á síðunni eru sett fram nokkur kennslumyndbönd ásamt efni sem hægt er að styðjast við til að æfa það sem kynnt er í kennslumyndböndunum.

Myndböndin eru sett upp þannig að notandi er gerður virkur í áhorfinu og svarar spurningum meðan á því stendur.

kennslum_thumb lidir.jpg

Einföldun á stæðum - líkir liðir

Byrjið á að skoða myndbandið um líka liði.

Smellið hér til að kanna kunnáttu ykkar á því efni sem fjallað var um í myndbandinu.

Til að nálgast fleiri verkefni sem tengjast einföldun á stæðum þá má til dæmis vinna með Skala 1B - Æfingahefti, rafbók.

Smellið á þyngdarstig sem hentar:

Fyrsta stigs jöfnur

Byrjið á að skoða myndbandið um jöfnur.

Smellið hér til að kanna kunnáttu ykkar á því efni sem fjallað var um í myndbandinu.

Til að nálgast fleiri verkefni sem tengjast því að leysa jöfnur má til dæmis vinna með Skala 1B - Æfingahefti, rafbók.

Smellið á þyngdarstig sem hentar:

kennslum_thumb jofnur.jpg
bottom of page