
Rafbækur
Heimur rafbóka
Rafbækur á borð við þær sem hægt er að búa til í Book Creator geta glætt stærðfræðina lífi.
Til viðbótar við texta og dæmi þá geta rafbækur innihaldið myndbönd, hlekki á vefsíður og gagnvirkt efni. Nemendur unnið í eða búið til sína eigin rafbók með glósum, hugtakakortum og útskýringum.
Hér má nálgast stutt myndband á íslensku sem sýnir fyrstu skrefin í gerð rafbóka.

Hringurinn
Notið Book Creator í spjaldtölvu eða vefsíðu Book Creator til að búa til ykkar eigin rafbók.
Rafbókin þarf að lágmarki að:
-
innihalda á einni síðu mynd eða mynstur sem þið búið til sjálf (handteiknið eða teiknið í tölvuforriti) þar sem hringur hefur veigamikið hlutverk.
-
hafa stutta skýringu á hvað π (pí) er og aðeins um sögu þess.
-
innihalda útskýringu á hvernig reikna má flatarmál hrings. Því þarf að fylgja tvö ólík sýnidæmi en útfærsla á þeim er í höndum nemenda. Hægt er að skrifa dæmi og útreikninga beint inn í rafbókina, taka upp eigið kennslumyndband og setja inn eða útbúa kynningu með t.d. PowerPoint eða Nearpod.
-
innihalda útskýringu á hvernig reikna má ummál hrings. Því þarf að fylgja tvö ólík sýnidæmi en útfærsla á þeim er í höndum nemenda.
-
hafa a.m.k. eina þraut þar sem hringurinn kemur við sögu.
-
hafa gagnvirka skýringu sem sýnir hvernig flatarmál hrings breytist eftir því sem geisli hringsins stækkar eða minnkar. Hér má leita að gagnvirku efni sem til er á netinu t.d. tilbúin verkefni á vef GeoGebru eða útbúa sitt eigið GeoGebru-verkefni sem sýnir tengslin.
Almenn brot
Notið Book Creator í spjaldtölvu eða vefsíðu Book Creator til að búa til ykkar eigin rafbók.
Rafbókin þarf að lágmarki að:
-
innihalda hugarkort sem þið hannið og setjið upp sjálf. Hægt er að nota t.d. Bubbl.us til að setja upp hugarkortið og setja tengil eða skjáskot af því inn í rafbókina.
-
innihalda útskýringu frá ykkur (texti, eigið myndband, Nearpod-skýring ...) á því hvað það merkir að lengja eða stytta brot og sýnidæmi um hvernig það er gert.
-
innihalda tengil á leik eða forrit sem sýnir tengsl milli almennra brota og tugabrota.
-
sýna uppskrift að köku. Sýna þarf uppskrift fyrir eina köku (kallið það heila uppskrift) og svo uppskriftina þegar búið er að minnka hana þannig að baka skal 3/4 af heilli uppskrift. Myndir eða myndband af bakstri þarf að fylgja.
-
hafa gagnvirka skýringu sem sýnir tengsl almennra brota við prósentur. Hér má leita að gagnvirku efni sem til er á netinu t.d. tilbúin verkefni á vef GeoGebru eða útbúa sitt eigið GeoGebru-verkefni sem sýnir tengslin.
Prósentur
Notið Book Creator í spjaldtölvu eða vefsíðu Book Creator til að búa til ykkar eigin rafbók.
Rafbókin þarf að lágmarki að:
-
sýna að minnsta kosti tíu fyrirsagnir úr fréttamiðlum og vísun á fréttirnar þar sem prósentur koma fyrir til að styðja við eða útskýra fréttina.
-
hafa þrjú eða fleiri dæmi og lausnir við þeim en öll dæmin verða að tengjast raunverulegum viðfangsefnum úr daglegu lífi.
-
vera eigið myndband eða kynningu (sem er t.d. unnin í PowerPoint eða Nearpod) sem útskýrir hvað breytiþáttur er og hvernig hann er notaður við að reikna hækkun eða lækkun.
-
hafa hugtakavegg þar sem er að finna ykkar útskýringar á þeim hugtökum sem þið þekkið og tengjast prósentum. Þar má einnig setja gagnlegar reglur sem nýtast við útreikninga á verkefnum sem reyna á prósentureikninga. Hugtakavegginn má t.d. útbúa með Padlet og setja inn í rafbókina skjáskot af honum eða tengil sem vísar á hann.
-
sýna niðurstöður skoðunarkönnunar sem þið framkvæmið og skulu niðurstöður settar fram og sýna hlutfallstíðni í töflu og myndriti.