top of page

Þöglar myndir
Talsetning
Þögul myndbönd sýna stærðfræðileg viðfangsefni án orða eða texta. Oft eru notuð verkefni sem sýna hvernig gildi og myndir breytast með rennistikum.
Nemendur fá það verkefni að undirbúa og taka upp talsetningu við þögult myndband og í framhaldi af því getur kennari og/eða nemendur rætt um hugtakanotkun, orðaval og útskýringar sem koma frá nemendum.
Nemendur geta til dæmis gert hljóðupptöku í snjallsíma og sent til kennara eða skilað í gegnum námsumsjónarkerfi eins og Google Classroom ef það er til staðar.

bottom of page